DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA
7. febrúar 2022
Nýr samningur við Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Nýr og ferskur samningur við knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur verið festur á blað fyrir komandi átök í fótboltanum í sumar. Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Njarðvíkur kom í heimsókn fyrir skemmstu þar sem gengið var frá nýja samningnum.
Undirbúningsmótin eru í fullum gangi og Njarðvíkingar ætla sér mikla og góða hluti í 2. deild á komandi leiktíð. Við treystum því að Njarðvíkingar selji sig dýrt í sumar.
Íþróttir efla alla dáð... með réttu næringunni
Kryddaðu tilveru vina þinna
Fleiri fréttir

Nýverið framlengdum við samstarfinu okkar við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Magnús Sverrir Þorsteinsson formaður deildarinnar leit við á Réttinum þar sem við stimpluðum áframhaldandi samstarf á blað. Við hjá Réttinum erum stolt af því að leggja íþróttahreyfingunni á Reykjanesi lið og óskum Keflvíkingum góðs gengis á komandi vertíð í Bónusdeildum karla og kvenna. Áfram íþróttir

Rétturinn og Njarðvík framlengja samstarfinu Nýverið framlengdum við samstarfinu okkar við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Einar Jónsson formaður deildarinnar leit við hjá okkur á Réttinum þar sem nýtt samstarf var hamrað á blað. Við hjá Réttinum erum stolt af því að vinna með íþróttasamfélaginu á Suðurnesjum og óskum Njarðvíkingum góðs gengis á komandi tímabili í Bónusdeildunum. Áfram íþróttir
