DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA

29. janúar 2022

Nýr samningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur

Nýr samningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur

Knattspyrnusumarið í fullum undirbúningi

Við hjá Réttinum höfum gert nýjan samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur og leggjum okkar lóð á vogarskálar þeirra við undirbúninginn fyrir komandi knattspyrnutímabil.

Rétturinn og Knattspyrnan í Keflavík hafa átt í löngu og góðu samstarfi enda hverjum íþróttamanni mikilvægt að fá holla og staðgóða næringu eins og boðið er upp á hjá okkur á Réttinum alla virka daga.


Karl Magnússon nýr framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildarinnar leit við hjá okkur þar sem nýr samningur var festur á blað og farið yfir boltasumarið sem er á næstu grösum. Við treystum því að Keflvíkingar leggji allt í sölurnar og láti vel fyrir sér finna í boltanum.



Íþróttir efla alla dáð…með réttu næringunni

Kryddaðu tilveru vina þinna

Fleiri fréttir


18. september 2025
Nýverið framlengdum við samstarfinu okkar við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Magnús Sverrir Þorsteinsson formaður deildarinnar leit við á Réttinum þar sem við stimpluðum áframhaldandi samstarf á blað. Við hjá Réttinum erum stolt af því að leggja íþróttahreyfingunni á Reykjanesi lið og óskum Keflvíkingum góðs gengis á komandi vertíð í Bónusdeildum karla og kvenna. Áfram íþróttir
15. september 2025
Rétturinn og Njarðvík framlengja samstarfinu Nýverið framlengdum við samstarfinu okkar við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Einar Jónsson formaður deildarinnar leit við hjá okkur á Réttinum þar sem nýtt samstarf var hamrað á blað. Við hjá Réttinum erum stolt af því að vinna með íþróttasamfélaginu á Suðurnesjum og óskum Njarðvíkingum góðs gengis á komandi tímabili í Bónusdeildunum. Áfram íþróttir
Fleiri færslur