DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA

29. janúar 2022

Nýr samningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur

Nýr samningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur

Knattspyrnusumarið í fullum undirbúningi

Við hjá Réttinum höfum gert nýjan samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur og leggjum okkar lóð á vogarskálar þeirra við undirbúninginn fyrir komandi knattspyrnutímabil.

Rétturinn og Knattspyrnan í Keflavík hafa átt í löngu og góðu samstarfi enda hverjum íþróttamanni mikilvægt að fá holla og staðgóða næringu eins og boðið er upp á hjá okkur á Réttinum alla virka daga.


Karl Magnússon nýr framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildarinnar leit við hjá okkur þar sem nýr samningur var festur á blað og farið yfir boltasumarið sem er á næstu grösum. Við treystum því að Keflvíkingar leggji allt í sölurnar og láti vel fyrir sér finna í boltanum.



Íþróttir efla alla dáð…með réttu næringunni

Kryddaðu tilveru vina þinna

Fleiri fréttir


15. september 2025
Rétturinn og Njarðvík framlengja samstarfinu Nýverið framlengdum við samstarfinu okkar við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Einar Jónsson formaður deildarinnar leit við hjá okkur á Réttinum þar sem nýtt samstarf var hamrað á blað. Við hjá Réttinum erum stolt af því að vinna með íþróttasamfélaginu á Suðurnesjum og óskum Njarðvíkingum góðs gengis á komandi tímabili í Bónusdeildunum. Áfram íþróttir
Andri Þór og Magnús með samninginn
6. nóvember 2024
Andri Þór Ólafsson formaður knattspyrnudeildar Reynis leit við í bolla á Réttinum fyrir skemmstu. Þar var hjólað í nýjan samstarfs- og styktarsamning milli Reynis og Réttarins.
Fleiri færslur