DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA
25. ágúst 2022
Nýtt samstarf við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur undirritað

Nú fer boltinn að rúlla á nýjan leik í körfunni og því gerðum við á Réttinum nýjan samstarfssamning við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Kristín Örlygsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur leit við hjá okkur á dögunum þar sem nýtt samstarf var innsiglað.
Njarðvíkingar áttu öflugan vetur að baki þar sem kvennaliðið varð Íslandsmeistari og karlaliðið varð deildar- og bikarmeistari. Við hjá Réttinum erum stolt af því að styðja við íþróttastarf á Suðurnesjum - gangi ykkur vel í Subwaydeildunum í vetur!
Kryddaðu tilveru vina þinna
Fleiri fréttir