DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA
Nýr samningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur

Átökin í fótboltanum eru hafin, undirbúningsmótin á fullu og senn líður að því að Besta-deildin fari í gang. Rétturinn og knattspyrnudeild Keflavíkur gerðu þar af leiðandi með sér nýjan samstarfs- og styrktarsamning fyrir komandi fótboltavertíð.
Nýr framkvæmdastjóri deildarinnar Ragnar Aron Ragnarsson leit við hjá okkur nýverið þar sem nýji samningurinn var blekfestur. Ragnari leist vel á komandi tímabil en í sumar leika karlalið og kvennalið Keflavíkur í Bestu-deildinni. Keflavíkur karlar hefja leik í sumar gegn Fylki á útivelli og Keflavíkurkonur mæta Tindastól líka á útivelli í fyrstu umferð.
Gangi ykkur vel í baráttunni í sumar. Áfram íþróttir!
Kryddaðu tilveru vina þinna
Fleiri fréttir