DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA
17. september 2023
Endurnýjaður samningur við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur

Körfuboltatímabilið er að hefjast nú þegar fótboltasumrinu er við það að ljúka. Rétturinn framlengdi nýverið samstarfs- og styrktarsamningi sínum við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur.
Rétturinn og Njarðvík hafa nú starfað saman til fjölda ára en við á Réttinum erum einkar stolt af því að geta veitt íþróttalífinu á Suðurnesjum okkar liðsinnni.
Það var Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sem leit við hjá okkur í vikunni þegar við endurnýjuðum samninginn við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur.
Baráttukveðjur inn í komandi leiktíð - áfram íþróttir!
Kryddaðu tilveru vina þinna
Fleiri fréttir