DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA
19. apríl 2024
Matreiðslumaður í framtíðarstarf í Reykjanesbæ

Rétturinn óskar eftir því að ráða matreiðslumann/meistara í fullt starf virka daga frá
kl. 08:00-16:00.
Um framtíðarstarf er að ræða á fjölskylduvænum vinnustað í hjarta Reykjanesbæjar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Matreiðsla
- Innkaup
- Matseðlagerð
- Afgreiða mat í hádegi
- Góður leiðtogi
- Geta unnið vel í hóp
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinsbréf í matreiðslu
- Æskilegt að viðkomandi hafi lokið meistaraskólanum.
Fríðindi í starfi: Já
Umsóknir sendist á netfangið: maggi@retturinn.is
Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma: 898-6997
Rétturinn býður upp á vandaðan heimilsmat í hádeginu alla virka daga.
Hundruðir gesta heimsækja Réttinn daglega og við sendum einnig mat út til fyrirtækja í Reykjanesbæ.
Kryddaðu tilveru vina þinna
Fleiri fréttir

Nýverið framlengdum við samstarfinu okkar við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Magnús Sverrir Þorsteinsson formaður deildarinnar leit við á Réttinum þar sem við stimpluðum áframhaldandi samstarf á blað. Við hjá Réttinum erum stolt af því að leggja íþróttahreyfingunni á Reykjanesi lið og óskum Keflvíkingum góðs gengis á komandi vertíð í Bónusdeildum karla og kvenna. Áfram íþróttir

Rétturinn og Njarðvík framlengja samstarfinu Nýverið framlengdum við samstarfinu okkar við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Einar Jónsson formaður deildarinnar leit við hjá okkur á Réttinum þar sem nýtt samstarf var hamrað á blað. Við hjá Réttinum erum stolt af því að vinna með íþróttasamfélaginu á Suðurnesjum og óskum Njarðvíkingum góðs gengis á komandi tímabili í Bónusdeildunum. Áfram íþróttir
