DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA
10. maí 2023
Endurnýjaður samningur við Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Við hjá Réttinum höfum framlengt samstarfssamningi okkar við Knattspyrnudeild Njarðvíkur en Ingi Þór Þórisson rekstrarstjóri leit við hjá okkur á dögunum þar sem nýtt blek var sett á blað með þeim grænu.
Njarðvíkingar eru komnir af stað í Lengjudeildinni og gerðu þar 1-1 jafntefli í fyrstu umferð við Gróttu en á morgun er komið að fyrsta heimaleiknum og þá er vissara að hafa holla og góða næringu í kroppnum frá Réttinum.
Gangi ykkur vel í baráttunni í sumar. Áfram íþróttir!
Kryddaðu tilveru vina þinna
Fleiri fréttir